webadmin

Elsti árgangur í söngferð

Elsti árgangur í söngferð Í tilefni af hátíðinni Vor í Árborg fór elsti árgangurinn í Jötunheimum í söngferð um Árborg ásamt nemendum úr fleiri leikskólum. Fyrsti áfangastaður var Sólvellir á Eyrarbakka þar sem sungið var fyrir vistmenn og starfsfólk, síðan lá leiðin á Kumbaravog á Stokkseyri og að lokum var endað á Ráðhúsinu þar sem sungið var á tröppunum. Meðfylgjandi myndir …

Elsti árgangur í söngferð Read More »

Skólaheimsókn

Skólaheimsókn í Vallaskóla og Sunnlækjarskóla Undanfarnar vikur hefur elsti árgangur Jötunheima eða börn fædd 2010 farið í heimsókn í báða grunnskóla bæjarins. Föstudaginn 12. febrúar síðastliðinn var Vallaskóli heimsóttur og  þriðjudaginn 16. febrúar lá svo leiðin í Sunnlækjarskóla. Í heimsóknunum fengu krakkarnir að fara í skoðunarferð um skólana, kíkja í kennslustundir, hitta nemendur og starfsfólk og leika sér í skólavistun. …

Skólaheimsókn Read More »

Sóttu jólatréið í skóginn Fimmtudaginn 3. desember síðastliðinn sóttu elstu börn leikskólans, jólatré fyrir skólann í skógarlundinn í nágrenni Jötunheima. Þrátt fyrir mikinn snjó komust allir á leiðarenda og fundu tréið góða. Í skóginum var boðið upp á heitt kakó og piparkökur og svo var notið þess að leika sér í öllum snjónum. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni.

Vegleg gjöf                               Kiwanisklúbburinn Búrfell á Selfossi færði Jötunheimum veglega gjöf þann 12. nóvember síðastliðinn. Um var að ræða trésmíðaverkfæri, notuð og ný að verðmæti ca. 30 þúsund krónur. Verkfærin fara í verkfærakistu leikskólans og verða notuðu við sköpun og vinnu nemenda í smiðju Jötunheima. Það voru þeir Hjörtur Þórarinsson og Hákon Halldórsson félagar í Búrfelli …

Read More »

Haustþing FL og FSL

Leikskólinn Jötunheimar verður lokaður vegna árlegs haustþings Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla föstudaginn 5. október. Þar kemur saman allt starfsfólk af öllum leikskólum á Suðurlandi og hlustar á ótal góða fyrirlestra um hvað eina sem varðar leikskólastarf