Fréttir

Sérdeild Suðurlands (Setrið) fékk menntaverðlaun Suðurlands 2015

Fimmtudaginn 14. janúar 2016 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar voru m.a. veitt menntaverðlaun Suðurlands sem SASS stendur fyrir. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, flutti ávarp og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra, verðlaunin. Kristín ávarpaði því næst samkomuna og þakkarorð hennar fengu góðar viðtökur. Sérdeild […]

Sérdeild Suðurlands (Setrið) fékk menntaverðlaun Suðurlands 2015 Read More »

Breyting á vistunartíma leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg.

Á 18. fundi bæjarstjórnar Árborgar 9. desember 2015 var fjárhagsáætlun 2016 samþykkt og þar með þær hagræðingartillögur sem voru lagðar fram á fræðslusviði. Hluti af þeim er að breyta opnunartíma leikskóla Árborgar á þann veg að allir leikskólar Sveitarfélagsins loki kl. 16:30. Breytingin mun taka gildi 1. febrúar 2016 Vinsamlegast hafðu samband við leikskólastjóra vegna

Breyting á vistunartíma leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg. Read More »

Endurskilgreining á morgunhressingu leikskólanna í Árborg

Á 18. fundi bæjarstjórnar Árborgar 9. desember 2015 var fjárhagsáætlun 2016 samþykkt og þar með þær hagræðingartillögur sem voru lagðar fram á fræðslusviði. Ákveðið hefur verið á fræðslusviði að endurskilgreina morgunhressingu leikskólanna á þann veg að ávaxtatími milli 7:45 og 10:00 reiknast sem hluti af henni þannig að öll börn sem mæta á þeim tíma

Endurskilgreining á morgunhressingu leikskólanna í Árborg Read More »

Sóttu jólatréið í skóginn Fimmtudaginn 3. desember síðastliðinn sóttu elstu börn leikskólans, jólatré fyrir skólann í skógarlundinn í nágrenni Jötunheima. Þrátt fyrir mikinn snjó komust allir á leiðarenda og fundu tréið góða. Í skóginum var boðið upp á heitt kakó og piparkökur og svo var notið þess að leika sér í öllum snjónum. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni.

Read More »

Lubbi finnur málbein fyrirlestur 17.nóv í Jötunheimum

Lubbi finnur málbein fyrirlestur var í morgun, 17. nóvember kl.8:10 í salnum í Jötunheimum. Þórdís Guðrún Magnúsdóttir og Katrín Þorvaldsdóttir leikskólakennarar í Jötunheimum kynntu hvernig unnið er með Lubbanámsefnið í Jötunheimum. Í Jötunheimum er unnið með kennsluefni sem byggt er á bókinni Lubbi finnur málbein, íslensku málhljóðin sýnd og sungin. Nú í haust fengu Jötunheimar

Lubbi finnur málbein fyrirlestur 17.nóv í Jötunheimum Read More »