Júlíana Tyrfingsdóttir

Gjöf frá foreldrafélaginu

Körfuknattleiksdeild FSU færði okkur fjóra körfubolta að gjöf fyrr í vetur. Foreldrafélagið okkur kom síðan færandi hendi og gaf okkur körfuboltaspjald. Það hefur strax sýnt sig að mikill áhugi er á körfuboltanum og má því segja að þetta hafi slegið í gegn. Við þökkum fyrir góðar gjafir.

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar Deildarstjóri Jötunheimar auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starfshlutfall frá og með 10. ágúst 2017. Menntun og hæfniskröfur:  Leikskólakennaramenntun góð íslensku kunnátta áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum góðir skipulagshæfileikar jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji góð færni í mannlegum samskiptum sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð færni til að …

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar Read More »

Í dag, mánudaginn 6. febrúar, er dagur leikskólanna. Í tilefni hans er haldin hátíð í leikskólum landsins í tíunda sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. Við í Jötunheimum fórum …

Read More »

Gjaldskrárbreytingar um áramót

Kæru foreldrar Á 29. fundi bæjarstjórnar, 14. desember 2016, var samþykkt að breyta gjaldskrá fyrir leikskóla, mat í leikskólum, skólavistun og skólamat í grunnskólum frá og með 1. janúar 2017. Gjaldskráin verður aðgengileg á heimasíðu Árborgar um áramót. Um áramótin verður tekið upp nýtt kerfi sem felur í sér að leikskólastjórnendur gera alla reikninga, þeir …

Gjaldskrárbreytingar um áramót Read More »

Jólakveðja

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Megi komandi ár verða farsælt og gjöfult í leik og starfi. Hafið það gott um jól og áramót. Jólakveðja Starfsfólk Jötunheima

Jólaball 2016

Í dag voru litlu jólin hjá okkur í Jötunheimum. Í hádegismat fengum við ofsalega góðan jólamat að borða. Jólaböllin byrjuðu síðan klukkan 13:15 hjá eldri deildunum og 14:15 hjá yngri deildunum. Á bæði böllin komu fjórir skemmtilegir jólasveinar sem gáfu okkur mandarínur. Hér eru nokkrar myndir frá jólaböllunum.