Júlíana Tyrfingsdóttir

Heimsókn í Jötunheima

Í dag fengum við heimsókn frá Martin Haferkamp sem er þýskur leikskólakennari og er í náms- og kynnisferð hér á Íslandi. Börnin sýndu honum hvernig starfið okkar gengur fyrir sig og var hann ofsalega ánægður.  

Dagur íslenskrar tungu og afmæli Lubba

Degi íslenskrar tungu 2016 var fagnað í leikskólanum á ýmsan hátt en það sem stóð uppúr að mati barnanna var afmæli Lubba. Lubbi okkar varð 5 ára og í tilefni dagsins komu allir saman í lopapeysum inn í sal og sungu nokkur vel valin lög. Hér eru nokkrar myndir frá viðburðinum.

Í dag fengu elstu börnin góða heimsókn frá Brunavörnum Árnessýslu. Þeir sýndu okkur búnaðinn sem slökkvuliðsmenn þurfa að bera og síðan fengum við fræðslu um brunamál. Eftir heimsóknina fengum við viðurkenningarskjöl og hófumst við strax handa við að leysa þrautirnar. Hér er að líta nokkrar myndir frá heimsókninni.

Kæru börn og foreldrar Leikskólinn verður lokaður fimmtudaginn 17. nóvember  2016 vegna starfsdags. Dagskrá: Fyrirlestur og fræðsla um flogaveiki – Anna Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Námskeið í Lubba – Eyrún Ísfold, talmeinafræðingur. Trúnaðarmenn FL og FOSS með kynningar fyrir sína félagsmenn. Þróunarverkefnið Námsmat á mörkum skólastiga – Rúnar Sigþórsson, prófessor í HA og Anna Elísa Hreiðarsdóttir, …

Read More »

Leikskólinn lokar 13:30 á mánudaginn 24.október 2016

Kæru foreldrar og fjölskyldur Jötunheimar verða lokaðir á mánudaginn 24. október 2016 frá kl. 13:30 vegna samstöðufundar á Austurvelli í Reykjavík kl. 15:00. Hér fyrir neðan eru meiri upplýsingar.   KVENNAFRÍ 2016 – KJARAJAFNRÉTTI STRAX! Mánudaginn næstkomandi, þann 24. október 2016, eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38, mæta á samstöðufundi og/eða …

Leikskólinn lokar 13:30 á mánudaginn 24.október 2016 Read More »

Kynningarfundir fyrir foreldra 2016

Kynningarfundir fyrir foreldra eru eftirfarandi: 20. september 2016, kl. 8:10 Sólbakki 21. september 2016, kl. 8:10 Fossmúli 22. september 2016, kl. 8:10 Sunnuhvoll 23. september 2016, kl. 8:10 Fagurgerði 27. september 2016, kl. 8:10 Merkiland 29. september 2016, kl. 8:10 Aðalból

Björgunarsveitahundurinn Breki kom í heimsókn

Í morgun kom björgunarsveitahundurinn Breki og þjálfarinn hans hún Hafdís í heimsókn til okkar í Jötunheima. Hafdís sagði okkur frá Breka en hann er þjálfaður sem leitarhundur og er á útkallslista björgunarsveitanna. Nokkrir krakkar fengu að fela sig og láta Breka leita af þeim sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda. Hann sýndi einnig ýmsar listir. Í lokin …

Björgunarsveitahundurinn Breki kom í heimsókn Read More »