Júlíana Tyrfingsdóttir

Breyting á vistunartíma leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg.

Á 18. fundi bæjarstjórnar Árborgar 9. desember 2015 var fjárhagsáætlun 2016 samþykkt og þar með þær hagræðingartillögur sem voru lagðar fram á fræðslusviði. Hluti af þeim er að breyta opnunartíma leikskóla Árborgar á þann veg að allir leikskólar Sveitarfélagsins loki kl. 16:30. Breytingin mun taka gildi 1. febrúar 2016 Vinsamlegast hafðu samband við leikskólastjóra vegna …

Breyting á vistunartíma leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg. Read More »

Endurskilgreining á morgunhressingu leikskólanna í Árborg

Á 18. fundi bæjarstjórnar Árborgar 9. desember 2015 var fjárhagsáætlun 2016 samþykkt og þar með þær hagræðingartillögur sem voru lagðar fram á fræðslusviði. Ákveðið hefur verið á fræðslusviði að endurskilgreina morgunhressingu leikskólanna á þann veg að ávaxtatími milli 7:45 og 10:00 reiknast sem hluti af henni þannig að öll börn sem mæta á þeim tíma …

Endurskilgreining á morgunhressingu leikskólanna í Árborg Read More »

Jólakveðja

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Megi komandi ár verða farsælt og gjöfult í leik og starfi. Hafið það gott um jól og áramót.   Jólakveðja Starfsfólk Jötunheima

Rauður dagur í Jötunheimum 10.desember 2015

Í dag var rauður dagur í Jötunheimum. Dagurinn byrjaði á því að allir í leikskólanum fóru í „rauða“ jólasöngstund í salnum. Jólaglugginn var opnaður 10:30. Við fengum rautt hakk og spahgetti með tómatbrauði í hádegismatinn og dagurinn endaði síðan á yndislegu foreldrakaffi í salnum.

Lubbi finnur málbein fyrirlestur 17.nóv í Jötunheimum

Lubbi finnur málbein fyrirlestur var í morgun, 17. nóvember kl.8:10 í salnum í Jötunheimum. Þórdís Guðrún Magnúsdóttir og Katrín Þorvaldsdóttir leikskólakennarar í Jötunheimum kynntu hvernig unnið er með Lubbanámsefnið í Jötunheimum. Í Jötunheimum er unnið með kennsluefni sem byggt er á bókinni Lubbi finnur málbein, íslensku málhljóðin sýnd og sungin. Nú í haust fengu Jötunheimar …

Lubbi finnur málbein fyrirlestur 17.nóv í Jötunheimum Read More »

Fyrirlestur fyrir foreldra í Jötunheimum þriðjudaginn 17.nóvember kl.8:10

Fyrirlestur um kennsluefnið Lubbi finnur málbein  Fyrirlesturinn verður haldinn í salnum í Jötunheimum þriðjudaginn 17.nóvember kl. 8:10. Í fyrirlestrinum verður læsi í skólastarfi Jötunheima kynnt en þar er unnið með kennsluefni sem byggt er á bókinni Lubbi finnur málbein, íslensku málhljóðin sýnd og sungin, sem er eftir þær Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur. Kennsluefnið …

Fyrirlestur fyrir foreldra í Jötunheimum þriðjudaginn 17.nóvember kl.8:10 Read More »