Fréttir

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar

Sérkennslustjóri Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir sérkennslustjóra í 80% starfshlutfall frá og með 4. ágúst 2016.  Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem er fær um að taka að sér umsjón með sérkennslu, stjórnunarlega ábyrgð og þátttöku í stjórnunarteymi. Meginverkefni: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, …

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar Read More »

Elsti árgangur í söngferð

Elsti árgangur í söngferð Í tilefni af hátíðinni Vor í Árborg fór elsti árgangurinn í Jötunheimum í söngferð um Árborg ásamt nemendum úr fleiri leikskólum. Fyrsti áfangastaður var Sólvellir á Eyrarbakka þar sem sungið var fyrir vistmenn og starfsfólk, síðan lá leiðin á Kumbaravog á Stokkseyri og að lokum var endað á Ráðhúsinu þar sem sungið var á tröppunum. Meðfylgjandi myndir …

Elsti árgangur í söngferð Read More »

Orðaskil – málþroskapróf

Á haustmánuðum 2015 var tekin sú ákvörðun, á samstarfsfundi starfsfólks skólaþjónustu og leikskólastjóra, að á árinu 2016 yrði skimunartækjum í leikskólum  Árborgar fjölgað með því að taka í  notkun málþroskaprófið Orðaskil. Höfundur þess er  Elín Þöll Þórðardóttir, talmeina­fræðingur.  Málþroska­­prófið byggir á orðaforðagátlista fyrir börn á aldrinum eins og hálfs til þriggja ára. Prófinu er ætlað …

Orðaskil – málþroskapróf Read More »

Heilsugæslan á Selfossi vill minna foreldra á að panta tíma í þroskaskimun 2 ½ árs og 4 ára barna.

Ágætu foreldrar/forráðamenn 2 ½ árs og 4 ára barna Heilsugæslan á Selfossi vill minna ykkur á að panta tíma fyrir börnin ykkar í þroskaskimun. Í þessum skoðunum er lagt mat á vöxt og þroska barnsins og jafnframt er það sjónprófað og bólusett í 4 ára skoðuninni samkvæmt tilmælum embættis landlæknis. Æskilegt er að barnið komi …

Heilsugæslan á Selfossi vill minna foreldra á að panta tíma í þroskaskimun 2 ½ árs og 4 ára barna. Read More »

Skólaheimsókn

Skólaheimsókn í Vallaskóla og Sunnlækjarskóla Undanfarnar vikur hefur elsti árgangur Jötunheima eða börn fædd 2010 farið í heimsókn í báða grunnskóla bæjarins. Föstudaginn 12. febrúar síðastliðinn var Vallaskóli heimsóttur og  þriðjudaginn 16. febrúar lá svo leiðin í Sunnlækjarskóla. Í heimsóknunum fengu krakkarnir að fara í skoðunarferð um skólana, kíkja í kennslustundir, hitta nemendur og starfsfólk og leika sér í skólavistun. …

Skólaheimsókn Read More »

Sérdeild Suðurlands (Setrið) fékk menntaverðlaun Suðurlands 2015

Fimmtudaginn 14. janúar 2016 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar voru m.a. veitt menntaverðlaun Suðurlands sem SASS stendur fyrir. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, flutti ávarp og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Kristínu Björk Jóhannsdóttur, deildarstjóra, verðlaunin. Kristín ávarpaði því næst samkomuna og þakkarorð hennar fengu góðar viðtökur. Sérdeild …

Sérdeild Suðurlands (Setrið) fékk menntaverðlaun Suðurlands 2015 Read More »