Fréttir

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar

Sérkennslustjóri Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftir sérkennslustjóra í 80% starfshlutfall frá og með 4. ágúst 2016.  Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem er fær um að taka að sér umsjón með sérkennslu, stjórnunarlega ábyrgð og þátttöku í stjórnunarteymi. Meginverkefni: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga,

Leikskólinn Jötunheimar auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar Read More »

Elsti árgangur í söngferð

Elsti árgangur í söngferð Í tilefni af hátíðinni Vor í Árborg fór elsti árgangurinn í Jötunheimum í söngferð um Árborg ásamt nemendum úr fleiri leikskólum. Fyrsti áfangastaður var Sólvellir á Eyrarbakka þar sem sungið var fyrir vistmenn og starfsfólk, síðan lá leiðin á Kumbaravog á Stokkseyri og að lokum var endað á Ráðhúsinu þar sem sungið var á tröppunum. Meðfylgjandi myndir

Elsti árgangur í söngferð Read More »

Orðaskil – málþroskapróf

Á haustmánuðum 2015 var tekin sú ákvörðun, á samstarfsfundi starfsfólks skólaþjónustu og leikskólastjóra, að á árinu 2016 yrði skimunartækjum í leikskólum  Árborgar fjölgað með því að taka í  notkun málþroskaprófið Orðaskil. Höfundur þess er  Elín Þöll Þórðardóttir, talmeina­fræðingur.  Málþroska­­prófið byggir á orðaforðagátlista fyrir börn á aldrinum eins og hálfs til þriggja ára. Prófinu er ætlað

Orðaskil – málþroskapróf Read More »

Heilsugæslan á Selfossi vill minna foreldra á að panta tíma í þroskaskimun 2 ½ árs og 4 ára barna.

Ágætu foreldrar/forráðamenn 2 ½ árs og 4 ára barna Heilsugæslan á Selfossi vill minna ykkur á að panta tíma fyrir börnin ykkar í þroskaskimun. Í þessum skoðunum er lagt mat á vöxt og þroska barnsins og jafnframt er það sjónprófað og bólusett í 4 ára skoðuninni samkvæmt tilmælum embættis landlæknis. Æskilegt er að barnið komi

Heilsugæslan á Selfossi vill minna foreldra á að panta tíma í þroskaskimun 2 ½ árs og 4 ára barna. Read More »

Skólaheimsókn

Skólaheimsókn í Vallaskóla og Sunnlækjarskóla Undanfarnar vikur hefur elsti árgangur Jötunheima eða börn fædd 2010 farið í heimsókn í báða grunnskóla bæjarins. Föstudaginn 12. febrúar síðastliðinn var Vallaskóli heimsóttur og  þriðjudaginn 16. febrúar lá svo leiðin í Sunnlækjarskóla. Í heimsóknunum fengu krakkarnir að fara í skoðunarferð um skólana, kíkja í kennslustundir, hitta nemendur og starfsfólk og leika sér í skólavistun.

Skólaheimsókn Read More »