Fréttir

Viðbragðsáætlun vegna gosmengunar

Birt hefur á heimasíðu Jötunheima undir Hagnýtar upplýsingar dreifibréf frá Umhverfisstofnun þar sem ráðleggir og viðbrögð koma fram ef líkur eru á gosmengun frá eldgosum. Leikskólinn Jötunheima mun fara eftir þeim ráðleggingum sem þar kemur fram. Hér er hægt að lesa dreifibréfið sem var jafnframt borið í öll hús Dreifibréf vegna loftmengunar

Viðbragðsáætlun vegna gosmengunar Read More »

Nýr aðstoðarleikskólastjóri í Jötunheimum

Guðný Ingibjörg Rúnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Jötunheima frá 1. ágúst 2014. Guðný útskrifaðist sem leikskólakennari 2001 frá Kennaraháskóla Íslands og hefur sótt mörg endurmenntunarnámskeið sem nýtast í starfi. Hún hefur góða reynslu af stjórnunarstörfum og hefur meðal annars starfað sem deildarstjóri og verið formaður 8. deildar Félags leikskólakennara. 

Nýr aðstoðarleikskólastjóri í Jötunheimum Read More »

Nýr leikskólastjóri

Nú eru þær breytingar að verða hér í leikskólanum að leikskólastjórinn okkar, hún Helga Geirmundsdóttir lætur af störfum þann 1. maí n.k.  Í hennar stað hefur verið ráðin Júlíana Tyrfingsdóttir en hún hefur undanfarin ár verið leikskólastjóri í Álfaborg í Biskupstungum.  Við kveðjum Helgu með söknuði og hlökkum til að vinna með Júlíönu.  Óskum þeim

Nýr leikskólastjóri Read More »

Möguleikhúsið kom og skemmti börnunum

  Þriðjudaginn 25. mars bauð Foreldrafélag Jötunheima börnunum upp á leiksýninguna Ástarsaga úr fjöllunum. Leikritið byggir á hinni sívinsælu sögu Guðrúnar Helgadóttur Ástarsaga úr fjöllunum sem fjallar um tröllskessuna Flumbru og tröllastrákana hennar átta. Leikgerð og söngtextar eru eftir Pétur Eggerz, sem einnig annast leikstjórn, en höfundur tónlistar er Guðni Franzson. Það eru leik- og söngkonan

Möguleikhúsið kom og skemmti börnunum Read More »

Málað í snóinn

Í morgun fór eldri hópur á Fossmúla í gönguferð í skóginn okkar. Með í gönguferðina tóku þau brúsa með matarlitsvatni sem börnin notuðu til að mála í snjóinn. Hvert barn fékk sinn brúsa og allir sprautuðu í snjóinn af hjartans lyst, sumir teiknuðu myndir á meðan aðrir máluðu stafina sína. Mjög skemmtileg gönguferð þar sem

Málað í snóinn Read More »