Fréttir

Leiksýning

Í dag fengum við góðan gest til okkar í leikskólann. Foreldrafélagið bauð upp á leiksýninguna Grýla og jólasveinarnir. Við höfðum ofsalega gaman af þessari sýningu því hún er svo lifandi og skemmtileg.

Föstudaginn 21. nóvember kom Dagbjört Ásgeirsdóttir leikskólakennari og rithöfundur í heimsókn til okkar og las fyrir börnin á eldri deildum leikskólans, úr bókinni sinni Gummi fer í fjallgöngu. Börnin hlustuðu af mikilli athygli og höfðu gaman af.  

Kveikt á jólatrénu á Jólatorginu á Selfossi laugardaginn 22. nóvember kl. 16:00

Kæru foreldrar Kveikt verður á jólatrénu á jólatorginu 22. nóvember kl:16:00.  Jólatorgið er í Sigtúnsgarði beint á móti Ölfusárbrú. Börn í leikskólum Árborgar eiga kost á að taka þátt með því að koma upp á svið, telja niður áður en kveikt er á jólatrénu og syngja svo nokkur lög saman í kór.  Börnin sem ætla …

Kveikt á jólatrénu á Jólatorginu á Selfossi laugardaginn 22. nóvember kl. 16:00 Read More »

Heilsa og hollusta fyrir alla – fyrirlestur Ebbu Guðnýjar fyrir foreldra leikskólabarna.

Foreldrafélög leikskóla Árborgar auglýsa fyrirlesturinn Heilsa og Hollustafyrir alla. Þetta er sameiginlegur fyrirlestur fyrir foreldra og forráðamenn leikskólabarna í Sveitarfélaginu Árborg. Fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 18.nóvember kl. 19:30 í Fjallasal Sunnulækjarskóla á Selfossi. Fyrirlesari er Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Ebba Guðný segir okkur á mannamáli hvernig við getum á auðveldan hátt gert eitt og annað til að bæta heilsu okkar. Hún lumar á ýmsum hagnýtum ráðum og fróðleik sem nýtist …

Heilsa og hollusta fyrir alla – fyrirlestur Ebbu Guðnýjar fyrir foreldra leikskólabarna. Read More »

Heimsókn skólastjórnenda og starfsfólks fræðslusviðs Reykjanesbæjar föstudaginn 24.okt 2014

Föstudaginn, 24.október 2014, fáum við í Jötunheimum góða heimsókn. Skólastjórnendur og starfsfólk fræðslusviðs Reykjanesbæjar ætla að koma og skoða skólastarf í sveitarfélaginu Árborg. Þau munu skipta sér í tvo hópa. Annar hópurinn heimsækir Sunnulækjarskóla og hinn hópurinn kemur hingað til okkar í Jötunheimum. Móttakan hefst 13:15 og stendur til 14:40. Í salnum í Jötunheimum mun fara …

Heimsókn skólastjórnenda og starfsfólks fræðslusviðs Reykjanesbæjar föstudaginn 24.okt 2014 Read More »

Fræðsluerindi í Jötunheimum á vegum SAFT, 22okt kl.8:10

SAFT verður með stutt fræðsluerindi í Jötunheimum miðvikudaginn 22.október kl 8:10   Í fræðsluerindinu varður farið yfir netnotkun ungra barna og ýmis heilræði gefin um jákvæða og örugganetnotkun og rafrænt uppeldi. Fjallað verður um: PEGI flokkunarkerfið sem segir til um hvaða  aldri innihald leikja hæfir og efnisvísa þeirra. Farið verður yfir öryggisstillingar á youtube og …

Fræðsluerindi í Jötunheimum á vegum SAFT, 22okt kl.8:10 Read More »

FORELDRANÁMSKEIÐ: UPPELDI SEM VIRKAR—FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR

FORELDRANÁMSKEIÐ: UPPELDI SEM VIRKAR—FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR verður haldið nú í nóvember í Ráðhúsi Árborgar. Námskeiðið verður haldið vikulega í fjögur skipti, frá kl. 13 – 15 á mánudögum og hefst 3. nóvember. Leiðbeinandi verður Sólveig Norðfjörð sálfræðingur skólaþjónustu Árborgar. Námskeiðið er hugsað fyrir foreldra barna á aldrinum 0-6 ára, með áherslu á að kenna foreldrum …

FORELDRANÁMSKEIÐ: UPPELDI SEM VIRKAR—FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR Read More »

Um loftgæði og viðbrögð í Jötunheimum

Leiðbeiningar fyrir leik- og grunnskóla Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. …

Um loftgæði og viðbrögð í Jötunheimum Read More »

Leikskólinn Jötunheimar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa

Leikskólinn Jötunheimar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 100% stöðu frá og með 1. nóvember 2014.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í góðu faglegu starfi leikskólans. Meginverkefni: Að veita barni með sérþarfir stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár í samvinnu …

Leikskólinn Jötunheimar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa Read More »