Fréttir

Sólmyrkvi 20.mars kl. 9:37

Föstudagsmorgunin 20. mars verður sólmyrkvi á Íslandi. Í Árborg myrkvast u.þ.b. 98% sólarinnar og nær myrkvinn hámarki kl. 9:37 að morgni. Við hér í leikskólanum fengum þrjú sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá og kunnum við þeim okkar bestu þakkir. Við hér erum meðvituð um að passa að börnin horfi ekki í …

Sólmyrkvi 20.mars kl. 9:37 Read More »

Starfsmannafundur Jötunheima.

Í síðustu viku var leikskólinn lokaður vegna starfsmannafundar. Starfsmenn fóru á fyrirlestur hjá Þóru Másdóttur sem fjallaði m.a. um málþroska barna, niðurstöður doktorsrannsóknar Þóru og aðferðafræðina á bakvið málþroskaverkefnið Lubbi finnur málbein.  

6. febrúar – Dagur leikskólans

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins þann 6. febrúar. Þetta er í áttunda sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur en 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.  

Þorrablót og svartur dagur

Í dag var Þorrablót í leikskólanum og svartur dagur. Klukkan 10 voru leiksýningar í salnum. Kennarar á eldri deildum leikskólans buðu uppá Fóa og Fóafeykirófa en starfsmenn yngri deilda Gullbrá og birnirnir þrír. Eftir það var sameiginlega söngstund í salnum. Í hádeginu var boðið upp á íslenskan þorramat. Góður dagur í alla staði.

Gjaldskrárbreytingar um áramót

Á fundi bæjarstjórnar, 10. desember 2014, var samþykkt að breyta gjaldskrá fyrir skólavistun, leikskóla, mat í leikskólum og skólamat í grunnskólum frá og með 1. janúar 2015. Gjald fyrir skólavistun og leikskóla hækkar um 2,7% og matargjaldið hækkar um 3,4%. Gjaldskrárnar verða aðgengilegar á heimasíðu Árborgar um áramót.