Fréttir

Styrkir til skólaþróunarverkefna í Árborg

Á 10. fundi fræðslunefndar, þriðjudaginn 19. júní 2015, var kynning á nokkrum styrkjum sem fara í skólaþróunarverkefni í Árborg. Stærsti styrkurinn er frá Erasmus+ að upphæð 29.040 evrur (4,3 millj. kr) og fer í verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag, sem grunnskólar sveitarfélagsins og skólaþjónusta Árborgar standa saman að. Markmið náms- og þjálfunarverkefna hjá Erasmus+ fyrir starfsfólk …

Styrkir til skólaþróunarverkefna í Árborg Read More »

Tvær stöður deildarstjóra

Leikskólinn Jötunheimar óskar eftir að ráða í tvær stöður deildarstjóra frá og með 5. ágúst 2015. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Menntun og hæfniskröfur: Leikskólakennararéttindi áskilin. Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja. Hafi áhuga og/eða reynslu til að leiða þróunarstarf. Góð …

Tvær stöður deildarstjóra Read More »

Sólmyrkvi 20.mars kl. 9:37

Föstudagsmorgunin 20. mars verður sólmyrkvi á Íslandi. Í Árborg myrkvast u.þ.b. 98% sólarinnar og nær myrkvinn hámarki kl. 9:37 að morgni. Við hér í leikskólanum fengum þrjú sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá og kunnum við þeim okkar bestu þakkir. Við hér erum meðvituð um að passa að börnin horfi ekki í …

Sólmyrkvi 20.mars kl. 9:37 Read More »

Starfsmannafundur Jötunheima.

Í síðustu viku var leikskólinn lokaður vegna starfsmannafundar. Starfsmenn fóru á fyrirlestur hjá Þóru Másdóttur sem fjallaði m.a. um málþroska barna, niðurstöður doktorsrannsóknar Þóru og aðferðafræðina á bakvið málþroskaverkefnið Lubbi finnur málbein.  

6. febrúar – Dagur leikskólans

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins þann 6. febrúar. Þetta er í áttunda sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur en 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.