Fréttasafn

Fréttir frá Jötunheimum

Innritun í leikskóla Árborgar

17. mars, 2023

Í lok mars 2023 hefst innritun í leikskóla Árborgar og stendur innritun fram í júní. Þetta þýðir að það fá ekki allir foreldrar boð um vistun fyrir börn sín á sama tíma Mikilvægt er að búið sé að skrá leikskólaumsóknir, hvort sem […]

Lesa Meira >>

Fræðslumyndbönd talmeinafræðinga

20. febrúar, 2023

Á heimasíðu Árborgar má finna hnitmiðuð fræðslumyndbönd um helstu þætti sem tengjast máli, tali og rödd leikskólabarna. Fræðslumyndböndin eru unnin í samstarfi talmeinafræðinga Skólaþjónustu Árborgar, Skólaþjónustu Árnesþings og Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.  Myndböndin sex skiptast í eftirfarandi þætti; Framburður leikskólabarna […]

Lesa Meira >>

112 dagurinn

13. febrúar, 2023

Í tilefni af 112 deginum sem er 11. febrúar ár hvert fengum við slökkviliðið í heimsókn til okkar í Jötunheima. Slökkviliðsmennirnir fræddu börnin um neyðarnúmerið 112 og var gaman að sjá hversu meðvituð börnin á Miðbergi og Hábergi eru um […]

Lesa Meira >>

Dagur leikskólans 6. febrúar 2023

6. febrúar, 2023

Í dag, 6. febrúar, er Dagur leikskólans og af því tilefni fóru allir nemendur og kennarar leikskólans í skrúðgöngu. Sjötti febrúar á langa og merkilega sögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök. Markmiðið með […]

Lesa Meira >>

Nýtt U- tákn í Lubbi finnur málbein

2. febrúar, 2023

Síðan árið 2014 hefur Lubbi finnur málbein verið eitt af okkar helsta námsefni í málörvun ungra barna. Mikil þróun hefur átt sér stað í þeirri vinnu innan Jötunheima og eru þarfir og áhugi barnanna ávallt í forgrunni í þeirri vinnu. […]

Lesa Meira >>

Meiri snjór, meiri snjór

4. janúar, 2023

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum snjómagnið sem kom sér vel fyrir á Selfossi og í nágrenni þess í desember. Við í Jötunheimum fengum vænan skammt af snjó á lóðina okkar og hefur verið ansi erfitt fyrir börnin okkar […]

Lesa Meira >>

Jólakveðja

23. desember, 2022

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári. Megi komandi ár verða farsælt og gjöfult í leik og starfi.   Jólakveðja, Starfsfólk Jötunheima

Lesa Meira >>

Ráðning aðstoðarleikskólastjóra í Jötunheimum

23. desember, 2022

Í desember voru stöður aðstoðarleikskólastjóra Jötunheima auglýstar. Ráðnar hafa verið Ingunn Helgadóttir, sem sinnt hefur stöðu aðstoðarleikskólastjóra síðastliðin tvö ár og Guðrún Hrafnhildur Klemenzdóttir, deildarstjóri á Sólbakka. Þær munu báðar hefja störf um áramótin en Guðrún Hrafnhildur mun jafnframt vera […]

Lesa Meira >>

Endurskinsmerki frá foreldrafélagi Jötunheima

9. desember, 2022

Í dag fengum við góða heimsókn til okkar í Jötunheima. Í samstarfi við foreldrafélagið komu tveir lögreglumenn til okkar og voru með stutta fræðslu um nauðsyn þess að vera sýnilegur í umferðinni í myrkrinu. Góðar umræður urðu um mikilvægi þess […]

Lesa Meira >>

YAP í Jötunheimum

8. desember, 2022

Leikskólinn Jötunheimar á Selfossi er kominn í samstarf við Special Olympics á Íslandi og Íþróttasamband fatlaðra við innleiðingu YAP verkefnisins. Sigurlín Jóna Baldursdóttir, íþróttafræðingur sér um hreyfiþjálfun í Jötunheimum. Hún hefur verið að innleiða YAP verkefnið í því hreyfistarf sem fyrir […]

Lesa Meira >>

Fræðsludagur leikskólanna í Árborg

2. desember, 2022

Föstudaginn 25. nóvember s.l. var haldinn Fræðsludagur leikskólanna í Árborg og fór hann fram á Stað á Eyrarbakka.   Segja má að einkunnarorð fræðsludagsins hafi veriði vellíðan og farsæld barna sem er okkur jafnan mjög hugleikið í leikskólastarfinu.   Við fengum fyrirlestur […]

Lesa Meira >>

Afmæli Lubba

16. nóvember, 2022

Í dag 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, á hann Lubbi okkar afmæli. Afmælið var haldið hátíðlegt í leikskólanum með sameiginlegri söngstund í salnum okkar þar sem sunginn var afmælissöngurinn fyrir Lubba og nokkur vel valin sönglög. Í tilefni dagsins […]

Lesa Meira >>